Lækur
Lækur Hostel & Kaffi Laugalækur
161017-152017-Edit.jpg

Verðlistinn

Verðlistinn okkar inniheldur hollan og sjálfbæran heimilismat, norrænar súrdeigsbökur, bakkelsi, kaffi, bjóra, vín og fleira á sanngjörnu verði

Verðlistinn (matseðill)

Okkar vinsælustu réttir eru Laugabrauðin, gómsætar súrdeigsflatbökur þar sem lögð er áhersla á sjálfbært hráefi beint frá býli og viðskipti við frábæra birgja í næsta nágrenni við okkur. Að auki bjóðum við upp á árstíðarbundinn matseðill ásamt girnilegum salötum, súpum og samlokum. 

Barnamatseðillinn skipar veglegan sess með hollum og girnilegum réttum fyrir yngri kynslóðirnar. Einnig erum við alltaf með mikið úrval af heimabökuðu bakkelsi. Kaffið er okkar helsta stolt. Frábært úrval af te, íslenskum bjórum, lífrænu víni og ljúffengu áfengi. 

Morgunmatur alla daga kl. 9-11. Eldhúsið opnar klukkan 11.30 virka daga og 11 um helgar. Opið til kl 21 alla daga vikunnar

  • Verðlistinn er í boði alla daga frá morgni til kvölds meðan eldhúsið er opið að undaskilnum þeim tíma sem dögurður er í boði
  • Hádegistilboð alla virka daga, réttur dagsins á tilboði og fljótlegir hádegisréttir
  • Dögurður (e. brunch) um helgar frá kl. 11 til 15
  • Barnamatseðill fyrir 12 ára og yngri frá hádegi til kvölds
  • Súpa dagsins til kl. 18 alla daga
  • Gleðistund á drykkjum alla daga vikunnar frá kl. 16 til 19 og kl. 22 til 23
  • Sælkeraplatti, steiktar kartöflur, samlokur, heimabakaðar kökur og fleiri smáréttir einnig í boði

Matseðilinn okkar kallast Verðlistinn til heiðurs versluninni sem var í húsinu í rúm 50 ár