Lækur
Lækur Hostel & Kaffi Laugalækur
Jól á Laugalæk.jpg

Jól 2018

Jólakræsingar í Laugalæk

Jólamatseðill í boði hjá okkur frá hádegi til kvölds fram yfir jól. Einnig jólabröns um helgar kl. 11-15. Almenni matseðillinn er líka í boði eins og venjulega virka daga og eftir kl. 15 um helgar. Sjá yfirlit yfir jólamat og drykki hér neðst á síðunni fyrir neðan myndina

Um er að ræða þriggja rétta jólamatseðil ásamt fordrykk þar sem stuðst er við hágæða íslenskt hráefni. Erum einnig með fordrykki, jólabjóra, kokteila, jólaglögg og snafs. Bendum á að hægt er að deila jólamáltíð eða jólabröns með öðrum, og bæta þá við til dæmis smurbrauðum.

Pantanir

Vinsamlega bókið borð í jólamatinn, tökum við pöntunum á netfanginu kaffi@laekur.is. Fyrir brýn erindi er einnig hægt að hringja í 537-6556.

Hópar

Jólamatseðillinn er einnig í boði fyrir stærri hópa, svo sem fjölskyldur og fyrirtæki. Hægt er að fá einkarými sé þess óskað fyrir 15-40 manns.