Hjá Sigga Hárskera

Við auglýsum eftir flottu og skemmtilegu hárgreiðslufólki til að leigja tvo hárgreiðslustóla og reksturinn í stofunni Hjá Sigga Hárskera. 

Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á hostel@laekur.is, með upplýsingum um þig/ykkur og hugmynd um mánaðarleigu.

Um er að ræða einstakt tækifæri, stofan er 50 ára gömul með mikla sögu og innréttingar eru upprunalegar. Mikið um fastakúnna í hverfinu. Innangengt verður í Kaffi Laugalæk þannig að viðskiptavinir geta fengið sér úrvals veigar ásamt klippingu. Stofan verður löguð til í samráði við nýja leigjendur fyrir upphaf leigu. 

www.laekur.is/harskeri