Gallerí Laugalækur

45 fm sýningarrými staðsett inn af Kaffi Laugalæk. Þar verður listamönnum gert kleift að sýna verk sín. Mikil gróska hefur verið undanfarin ár í íslenskri myndlist og fer hún stigvaxandi. Með þessu framtaki langar okkur að styðja við og gera sýnilegt það mikla starf sem þetta fólk er og hefur verið að vinna.

Bjarki Sól myndlistamaður og kokkur hefur tekið að sér að stýra galleríinu. Fyrsta sýningaröð rýmisins kallast Styrkur þar sem markmiðið er að sýna þverskurð af því helsta sem grasserar hjá ungum myndlistarmönnum þessa dagana. Þar munu listamennirnir setja upp skammsnið (e. portrait) af sér sem starfandi myndlistarmenn og fá fullt frelsi við lausn á því verkefni.

Hver sýning mun standa í þrár vikur, þá fær næsti listamaður viku til uppsetningar. Nafnið Styrkur vísar í þann mikla styrk og hugrekki sem þarf til að takast á við þetta starf sem myndlistin er. Annar vinkill á nafninu er að fólki verður boðið að styrkja myndlistarmennina með frjálsum framlögum. Gestum og gangandi býðst að setja framlag í kassa sem verður fyrir framan sýningarýmið. Einnig verður nafnspjald með bankareikningi þar sem sýningargestir geta lagt inn styrk til myndlistamannsins.